Stubbahús fyrir útireykingar
Við framleiðum öflug og endingargóð stubbahús úr ryðfríu áli. Fást í póléruðu áli, svörtu, gylltu og sérpöntunarlitum. Auðveld í notkun, einföld í tæmingu og öryggislykill fylgir.

Stubbahúsin
Þín lausn fyrir hreinni útireykingarsvæði
Við hjá Stubbahús sérhæfum okkur í hagnýtum og vönduðum lausnum fyrir útireykingar. Markmið okkar er að bæta umgengni og hreinlæti á almannafæri með endingargóðum stubbahúsum úr ryðfríu áli, hönnuð fyrir íslenskar aðstæður.
Við leggjum áherslu á vönduð efni og faglega þjónustu. Vörurnar okkar eru einfaldar í notkun, auðveldar í tæmingu og henta jafnt við opinberar byggingar, atvinnuhúsnæði, hótel, einýli eða fjölbýli.

lágmarks fyrirhöfn
Auðveld tæming & uppsetning
Stubbahús eru hönnuð með rekstraraðila/eiganda í huga. Hólfið sem safnar stubbum er auðvelt í tæmingu, án þess að þurfi að snerta innihaldið. Þetta tryggir hreinleika og skilvirkni í umhirðu. Til að koma í veg fyrir þjófnað fylgir öryggislykill með hverju stubbahúsi sem opnar læsanlega festingu.
Viðhald er í lágmarki, ryðfrítt ál þolir íslenskt veður og þarf hvorki að mála né laga reglulega. Það gerir Stubbahúsin að langvarandi lausn með lágum rekstrarkostnaði.
minna rusl & meiri ábyrgð
Umhverfissjónarmið
Við viljum stuðla að betri umgengni á almannafæri. Með því að fækka lausum sígarettustubbum hjálpa Stubbahúsin til við að draga úr mengun og bæta ásýnd svæða.
Fyrirtæki og stofnanir sem velja Stubbahús sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu og bjóða upp á lausn sem kemur öllum til góða, hvort sem fólk reykir eða ekki.

Spurningar?
Algengar spurningar
Hér finnur þú svör við helstu spurningum um Stubbahúsin. Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að, þá er þér alltaf velkomið að hafa samband.
Stubbahús eru úr ryðfríu áli sem ryðgar ekki, þolir íslenskt veður og þarfnast lítils sem ekkert viðhald.
Þú losar skrúfuna neðst með öryggislykli sem fylgir, dregur húsið út og togar niður, tæmir innihaldið og setur það aftur í festinguna.
Já, þau henta jafnt fyrir innganga fyrirtækja, stofnana, útireykingarsvæði, innganga heimila og á svalir heimilia.
Já það er hægt að fá litað stubbahús í sérpöntun. Endilega hafðu samband ef þú vilt skoða það nánar.